Viðsemjendur undir feldi

Forstjórar Landspítalans greindu frá því í gær að ákveðið hefði verið að fresta breytingum á vaktafyrirkomulagi geislafræðinga og skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga til 1. október í haust en þær áttu að taka gildi 1. maí. 

Fresturinn var ákveðinn vegna sjónarmiða sem hafa komið fram um að starfsmenn fái lengri tíma til samráðs og til að koma að sínum sjónarmiðum. Áskorun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um lengri tíma til að tryggja samráðsferli milli stjórnenda og starfsmanna var einnig höfð til hliðsjónar. 

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að hjúkrunarfræðingarnir, sem hlut eigi að máli, hafi hist á þriðjudögum og haldi uppteknum hætti í dag. Þá verði farið yfir breytta stöðu í ljósi ákvörðunar stjórnenda spítalans og eftir fundinn megi gera ráð fyrir að fyrir liggi hvort afstaða þeirra hafi breyst. Hafa beri í huga að um einstaklingsuppsagnir hafi verið að ræða og því taki félagið ekki ákvörðun í málinu en hún muni sitja fundinn. 

Ákvörðun stjórnenda Landspítalans er í samræmi við ályktun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og segist Elsa vera ánægð með að mark hafi verið tekið á henni. Kristín Þórmundsdóttir geislafræðingur segir að tíðindin hafi borist í lok vinnutíma og því hafi eislafræðingar ekki haft tíma til ð ræða málið en það verði gert í ag. Stjórnendur spítalans hafi aft þrjá mánuði til að leysa málið, án árangurs, og með það í huga egi ekki búast við miklu á fimm ánuðum en batnandi mönnum sé bst að lifa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert