Hjúkrunarfræðingar fóru aftur á fund ráðherra

Hjúkrunarfræðingar funda stíft því uppsagnir þeirra taka gildi á miðnætti.
Hjúkrunarfræðingar funda stíft því uppsagnir þeirra taka gildi á miðnætti. mbl.is/Frikki

Fulltrúar skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga eru nú á leið aftur á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra eftir að hafa áður fundað með honum fyrr í dag en í millitíðinni hafa fulltrúarnir fundað með þeim hjúkrunarfræðingum sem aðild eiga að málinu.

Segja má að þetta fundarhald fram og til baka bendi til þess að aðilar deilunnar séu í það minnsta að ræða málin.

mbl.is

Bloggað um fréttina