Miðstjórn Framsóknar fundar í dag

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn kl. 13 í dag í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fundurinn hefst með ávarpi Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, en síðan flytur Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, erindi um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum og Bjarni Frímannsson, lektor við sömu deild, fjallar um horfur í efnahag heimilanna.

Í miðstjórn sitja um 180 fulltrúar alls staðar af landinu og þar á meðal allir þingmenn flokksins jafnt sem fyrrverandi þingmenn að því gefnu að þeir séu enn félagar í flokknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert