Eldflaug skotið á loft

Fjölmenni fylgdist með því þegar nemendur við Háskólann í Reykjavík skutu tveggja og hálfs metra eldflaug á loft á Vigdísarvöllum skammt frá Grindavík síðdegis í dag.

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar eldflaugin, sem nemendurnir bæði hönnuðu og smíðuðu,  tókst á loft að lokinni niðurtalningu.

„Allt gekk eins og sögu,“ segir Ágúst Valfells, lektor við tækni- og verkfræðideild HR, sem fór fyrir undirbúningi nemendanna. Ágúst segir að eldflaugin hafi náð 1350 metra hæð, en það var sett sem lágmarkskrafa að eldflaugin næði 1000 metrum.

 Ágúst segir mikinn tíma hafa farið í undirbúning eldflaugaskotsins enda að mörgu að hyggja, en alls komu 12 nemendur og átta kennarar að verkefninu. Flaugin vó um tíu kíló og var smíðuð úr áli og stáli, en oddurinn var úr trefjagleri. 

Vefsíða nemendanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert