Þarf að takmarka aðgang að hálendinu?

Ferðamenn hafa lengi sótt hálendi Íslands í miklum mæli en síðustu ár hefur þeim fjölgað verulega. Bæði hefur aukist mjög að Íslendingar fari á eigin bílum og einnig er áberandi hve gangandi ferðamönnum hefur fjölgað, sem og útlendingum í hópferðum með leiðsögumönnum.

Þeirri spurningu hefur öðru hverju verið varpað fram hvort takmarka þurfi aðgang að hálendinu með einhverjum ráðum. Viðmælendur Morgunblaðsins telja það tæplega nauðsynlegt, en segja þó fyllilega sanngjarnt að velta því fyrir sér.

Mjög margir koma á svæðin þar sem Ferðafélag Íslands rekur skála; í Landmannalaugar er t.d. algengt að 5.000 manns komi um helgi að sumarlagi, og þangað koma alls 100.000 manns á tveggja mánaða tímabilið yfir hásumarið. Á sama tíma koma 60-80.000 manns í Þórsmörk. „Við teljum ekki að setja þurfi reglur um hámarksfjölda eða selja inn á svæðin heldur að vernda megi náttúruna nægilega með því að auka upplýsingar og bæta aðgengi, göngustíga og salernisaðstöðu,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins. Hann segir 5.000 manns hreinlega „hverfa inn í gönguleiðirnar“ við Landmannalaugar án nokkurra vandkvæða. „Ef gönguleiðir eru vel merktar er hægt að komast hjá því að valda spjöllum, en þar sem merkingar eru ekki í lagi sjáum við að strax verður tjón á náttúrunni,“ segir framkvæmdastjórinn.

Páll nefnir, og segir lykilatriði, að víða þurfi að bæta stórlega salernisaðstöðu og aðra lágmarksþjónustu við ferðamenn, sem oft sé til skammar.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »