25 sóttu um embætti forstjóra Varnarmálastofnunar

25 sóttu um  embætti forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar, sem tekur starfa 1. júní nk.  Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að  reynt verði að hraða skipunarferlinu eftir föngum.

Eftirtalin sóttu um embættið:

Axel Kristinsson, sagnfræðingur,   Reykjavík
Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur, Bandaríkjunum
Bjarni Vestmann, sendifulltrúi,   Reykjavík
Björn Þórir Sigurðsson, aðstoðarforstjóri,   Hafnarfirði
Eiríkur Kinchin, fjarskiptafræðingur,   Garðabæ
Ellisif Tinna Víðisdóttir, aðstoðarlögreglustjóri,   Reykjavík 
Erlingur Bjarnason, framkvæmdastjóri,   Reykjanesbæ 
Friðrik Jónsson, sendiráðunautur, til heimilis á Akranesi
Guðmundur Bogason, framkvæmdastjóri,  Danmörku
Guðmundur Hallgrímsson, þjónustufulltrúi,  Reykjavík
Guðmundur R. Björnsson, tæknifræðingur,  Hafnarfirði
Guðrún Erlingsdóttir, forstjóri,  Reykjavík
Hákon Einarsson, innkaupastjóri,  Reykjavík
Hildur Björk Pálsdóttir, vaktstjóri,  Reykjavík
Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur,  Akureyri
Jens Jóhannsson, sölumaður, Reykjavík
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn,   Reykjavík
Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri,   Bretlandi 
Matthías G. Pálsson, sendiráðunautur,   Bandaríkjunum
Sigurður Sigurðsson, tæknifræðingur,   Garðabæ
Sigurjón Valdimarsson, lektor,  Kópavogi
Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður,  Reykjavík
Snorri Ingimarsson, rafmagnsverkfræðingur, Reykjavík
Stefán Pálsson, sagnfræðingur,  Reykjavík
Ögmundur Snorrason, verkfræðingur,  Reykjanesbæ

Ráðuneytið nýtur aðstoðar Capacent Ráðninga við mat á umsækjendum og töku viðtala. Þar sem Varnarmálastofnun tekur til starfa 1. júní nk. verður reynt að hraða skipunarferlinu eftir föngum.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert