Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla

Vegaslit er mikið af völdum flutningabíla.
Vegaslit er mikið af völdum flutningabíla. mbl.is/Júlíus

Einn flutningabíll án tengivagns slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla og sé flutningabíllinn með tengivagn er slitið sem hann veldur á við slit af völdum 12 þúsund fólksbíla.

Þetta kemur fram í svari samgönguráðherra á Alþingi, við fyrirspurn Ármanns Kr Ólafssonar, alþingismanns. Þar kemur fram, að ein ferð flutningabíls með 80% hleðslu geti valdið jafnmiklu sliti á vegum og 9000 ferðir venjulegs fólksbíls sem vegur 1800 kíló.

Sé flutningabíllinn er með tengivagn og 80% hleðslu getur slitið á vegum svarað til 12.000 ferða fólksbílsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina