Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Frikki

Stjórnarandstaðan hafði ekki heyrt af fyrirhuguðum breytingum á lögum um eftirlaun alþingismanna og ráðherra fyrr en í Sjónvarpsfréttum í gærkvöld. Reynt var að breyta frumvarpinu í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þá náðist ekki sátt um breytingar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í gærkvöld að endurskoðun laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara væri nú á lokastigi. Þar ætti m.a. að afnema það ákvæði laganna að menn gætu bæði verið á eftirlaunum og þegið laun fyrir annað starf.

mbl.is