Harmleikur á Bakkatjörn

„Ég var alveg miður mín,“ segir Baldvin Ársælsson sem varð vitni að því þegar mávar réðust á álftapar í Bakkatjörn, hröktu það á brott og átu eggin þeirra í gær. Sama álftaparið hefur komið ár eftir ár í Bakkatjörn til að verpa en nú er ljóst að engir álftarungar muni komast á legg þetta árið.

„Það varð harmleikur í gær,“ segir Þór Sigurgeirsson, formaður umhverfissviðs Seltjarnarness.

Þór segir þetta vera leiðinlegt því álftaparið hafi sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, verið krydd í tilveruna bæði hjá ungum sem öldnum.

Álftin Svandís er fyrir löngu orðin þekkt á Seltjarnarnesi, en hún hefur undanfarin 14 ár gert sér Bakkatjörn að varpstað. Hún settist fyrst að í  hólmanum í Bakkatjörn stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1994 og var tekið fagnandi.

Fuglafræðingar hafa gert athugasemd við fréttina og telja að um misskilning sé að ræða. Þeir segja að það sé afar ólíklegt að mávar hafi náð að hrekja álftirnar á brott. Í raun eigi álftir auðvelt með að verjast mávum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina