Síðari dagur málflutnings í Baugsmáli

Brynjar Níelsson, Gestur Jónsson og Jakob R. Möller, í Hæstarétti …
Brynjar Níelsson, Gestur Jónsson og Jakob R. Möller, í Hæstarétti í morgun. mbl.is/Kristinn

Síðari dagur málflutnings í Baugsmálinu svonefnda í Hæstarétti er í dag. Í gær flutti Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sína ræðu en í dag flytja verjendur sakborninganna þriggja ræður.

Gestur Jónsson er verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, Jakob R. Möller er verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs og Brynjar Níelsson er verjandi Jóns Geralds Sullenbergers, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna.

Sigurður Tómas lagði í gær m.a. áherslu á sönnunargildi þeirra tölvubréfa sem fyrir lægju í málinu. Sagði hann engar vísbendingar hafa komið fram um að tölvubréfin væru fölsuð og átta sérfræðingar hefðu sannreynt það. Því teldi hann að um mjög áreiðanleg gögn væri að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert