Höfða nýtt lögbannsmál

.
.

Rétthafasamtök, sem fengu sett lögbann á starfsemi netsíðunnar torrent.is, hafa höfðað nýtt mál til staðfestingar lögbannsins. Segir félagið Istorrent ehf., sem rekur vefsíðuna, að þetta hafi þá þýðingu að lögbannið gildi enn en það hefði að óbreyttu runnið út í dag.

Þá kemur fram í tilkynningu frá Ístorrent, að þolendur lögbannsins muni krefjast skaðabóta vegna tjóns sem þeir urðu fyrir vegna lögbannsins.

Hæstiréttur vísaði í síðustu viku frá máli fjögurra rétthafasamtaka gegn Istorrent og Svavari Lútherssyni, eiganda félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina