Litháar á Íslandi stofna félag

mbl.is/Haraldur

Félag Litháa á Íslandi var stofnað í Alþjóðahúsinu í Reykjavík í gærkvöldi en markmið félagsins eru meðal annars að kynna litháíska menningu, bæta ímynd Litháa á Íslandi og vera í forsvari fyrir þá hérlendis. Inga Minelgaite viðskiptafræðingur er í forsvari fyrir félagið. Myndin var tekin á stofnfundinum í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina