Frumvarp um lánsheimild lagt fram í vikunni

Silfur Egils í Sjónvarpinu í dag.
Silfur Egils í Sjónvarpinu í dag.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag, að ríkisstjórnin myndi leggja fram frumvarp á Alþingi um heimild til að taka erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Geir sagði, að afla þyrfti lagaheimildar fyrir slíkri lántöku og hefði verið rætt við stjórnarandstöðuna um að greiða fyrir afgreiðslu frumvarpsins, sem hugsanlega kæmi fram þegar á morgun.

Formenn stjórnmálaflokkanna eru gestir í Silfri Egils í dag. Geir sagði að búið væri að vinna að undirbúningi erlendrar lántöku af hálfu Seðlabankans að undanförnu.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að það vantaði hörkusamkeppni inn á íslenska bankamarkaðinn og það væri gott að fá hingað öflugan erlendan banka. 

Geir sagði einnig, að það hefði komið honum á óvart hve Orkuveita Reykjavíkur hefði verið fljót að afskrifa Bitruvirkjun eftir að neikvætt álit Skipulagsstofnunar lá fyrir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina