Lögregla fer yfir atvik í 10/11 verslun

Skjámynd af myndskeiðinu á YouTube.
Skjámynd af myndskeiðinu á YouTube. mbl.is

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla sé að fara yfir atvik, sem átti sér stað á milli lögregluþjóns og ungs pilts í 10/11 verslun í gær, og að von sé á tilkynningu frá lögreglunni.

Um er að ræða atvik sem náðist á myndband og var birt á YouTube myndbandavefsíðunni.  Þar sést lögregluþjónn taka pilt hálstaki, sem grunaður var um þjófnað í versluninni.  Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn spyr piltinn hvort hann sé með eitthvað á sér, og pilturinn neitar sök.  Þá tekur lögregluþjóninn piltinn hálstaki og segir honum að vera ekki með kjaft.

Myndbandið má sjá hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert