„Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“

Verðhækkun á matvöru er einn þeirra liða sem skýrir hækkun …
Verðhækkun á matvöru er einn þeirra liða sem skýrir hækkun vísitölu neysluverðs nú í maí mbl.is/Golli

„Það sem við finnum er hve margt ungt fólk leitar til okkar sem er komið í mjög slæm mál. Mér finnst málin erfiðari núna. Það er mjög alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um stöðu ungra skuldara á markaðnum í dag. Hún segir að staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur.

„Unga fólkið sem leitar til okkar er með hærri skuldir. Þetta er fólkið sem tók bílalánin og erlendu lánin og önnur lán, nokkuð sem er að koma fram núna frá þeim tíma þegar fólk var að skuldsetja sig og gat gengið á milli lánastofnana og er því nú með skuld á svo mörgum stöðum. Það sem við gerum er að setja dæmið upp og leita eftir upplýsingum frá öllum lánastofnunum og með því fær fólkið heildarsýn yfir fjármálin.“

Aðspurð hvenær þessi vandi hafi komið í ljós segir Ásta þá þróun hafa orðið undanfarin ár að áður hafi aldurshópurinn á milli þrítugs og fertugs verið fjölmennastur meðal þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu þau 12 ár sem stofan hafi starfað. Það hafi breyst og á árinu 2007 hafi hópur skuldsetts fólks á þrítugsaldri orðið jafn fjölmennur. Árið 2006 hafi yngri hópurinn jafnvel verið stærri.

Ungt fólk eyddi um efni fram

„Það er svo greinilegt að neyslan hefur farið úr böndunum. Það er eðlilegt að fasteignalánin hafi forgang en ofan á þau koma neysluskuldirnar. Þeir sem hafa verið að borga af fasteignalánum hafa kannski ekkert átt til að lifa, til að kaupa mat og borga fyrir börnin. Það er þetta sem mér finnst svo áberandi: Yfirdráttarlánin og raðgreiðslurnar, neyslulán sem fólk hefur þurft að nota til að brúa bilið.

Svo er það líka greinilegt að bankarnir hafa verið að stíga á bremsuna og verið að minnka lán, þar með talin yfirdráttarlán. Þetta finnum við þegar fólk kemur til okkar eftir að bankinn hefur sagt „stopp“: Þú færð ekki meiri yfirdrátt!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »