Altari kirkjunnar í molum

Jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurland í dag skaut mörgum skelk í bringu og olli ýmsu tjóni. Meðal annars brotnaði altari kirkjunnar í Hveragerði í mola og á tímabili varð einnig að rýma öll hús af öryggisástæðum.

Fresta varð tónleikum Diddúar sem áttu að vera í kirkjunni klukkan fimm í dag og á dvalarheimilinu Ási var vistmönnum komið út undir bert loft af öryggisástæðum og settu björgunarsveitamenn upp stórt tjald til að fólkið gæti hafst þar við.

mbl.is