Sjálfboðaliðar RKÍ veita aðstoð

Björgunarsveitarmenn á Selfossi í dag.
Björgunarsveitarmenn á Selfossi í dag. mbl.is/Guðmundur Karl

Rúmlega 100 sjálfboðaliðar Rauða krossins af skjálftasvæðinu, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa verið við störf síðan jarðskjálftinn reið yfir í dag og aðstoðað við fjöldahjálp, áfallahjálp og skyndihjálp.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu standa vaktina í nótt í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins við íþróttamiðstöðina í Hveragerði og í Vallarskóla á Selfossi.

Fjöldahjálparstjóri Rauða krossins á Selfossi vildi beina þeim upplýsingum til Selfyssinga sem skortir drykkjarvatn að um 6000 lítrar af vatni séu nú í boði í Vallarskóla og geta þeir sem vilja sótt þangað vatn.

Fólk sem vantar upplýsingar eða þarf á gistingu að halda í Reykjavík er bent á að hafa samband við Hjálparsímann 1717 sem verður opinn í alla nótt, að venju.

Allir þeir sem hafa þegar leitað til Rauða krossins vegna gistingar á Reykjavíkursvæðinu hefur verið komið fyrir í heimahúsum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert