Stærðin á bilinu 6,1 til 6,2 stig

Þetta bjarg féll úr Ingólfsfjalli í skjálftanum.
Þetta bjarg féll úr Ingólfsfjalli í skjálftanum. mbl.is/Bjarni Hákonarson

Stærð Suðurlandsskjálftans sem varð síðdegis í dag er á bilinu 6,1 til 6,2 stig, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Talan 6,7, sem ratað hafi í fréttir í dag sé ofætluð, segir Páll. Skjálftinn í dag hafi verið ívið minni en skjálftarnir sem urðu árið 2000.

Páll segir að skjálftinn í dag sé framhald skjálftahrinu sem hafi hafist með skjálftunum 2000, og hafi verið samskonar skjálfti og þá urðu, nema ívið minni, upptökin hafi verið á sama svæði, en vestar.

Ógerlegt sé að segja með nokkurri nákvæmni til um hvort eftirskjálftar kynnu að verða, eða hvort þeir gætu orðið jafn öflugir. Þó kvaðst Páll síður telja líklegt að annar jafn öflugur skjálfti verði.

Skemmdir urðu í mörgum húsum í Hveragerði.
Skemmdir urðu í mörgum húsum í Hveragerði. mbl.is/Helena
mbl.is