Allt í lamasessi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir eftirmál jarðaskjálftans á Suðurlandi í gær í föstum farvegi. Ekki sé búist við öðrum stórum skjálfta, en vart hafi orðið við fjölda minni skjálfta.

Ólafur Helgi segir við Sjónvarp mbl að erfitt sé að segja til um hversu mikið tjónið er af völdum náttúruhamfaranna, það komi í ljós þegar tilkynningar hafi borist tryggingafélögum á næstu dögum. Hann segir þó varlegt að áætla að það hlaupi á tugum milljóna.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Geir og Ingibjörg heimsækja skjálftasvæðið

Fjöldi eftirskjálfta

Condoleezza Rice á Íslandi

Áður óþekktur ættbálkur finnst

Börnin heim

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert