Eyjólfur skjálfti: Fæddist í skjálftanum

Eyjólfur „skjálfti
Eyjólfur „skjálfti" með foreldrum sínum mbl.is/Árni Sæberg

„Hann kom bara með trukki og dýfu og jarðskjálfta,“ segir Ólafur Eyjólfsson um nýfæddan son sinn sem kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans stundarfjórðungi eftir jarðskjálftann í gær. „Ég hélt að ég væri kannski bara riðandi sjálfur við að horfa á hann,“ bætir hann við.

Móðirin, Berglind María Kristinsdóttir, segir að það hafi verið mjög skrýtið að barnið kæmi í heiminn með svo miklum látum. „Enda er hann strax kominn með gælunafn. Eyjólfur „skjálfti“,“ segir Berglind sem fann ekki til neinnar hræðslu þegar skjálftinn reið yfir. „Mér fannst þetta bara mjög eðlilegt,“ segir hún og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert