Tugir smáskjálfta á hverri klukkustund

Kort á vef Veðurstofunnar er nánast alþakið deplum, sem sýna …
Kort á vef Veðurstofunnar er nánast alþakið deplum, sem sýna jarðskjálfta.

Nánast stöðug sjálftavirkni hefur verið á skjálftasvæðinu í Ölfusi í dag en flestir skjálftanna eru smáir, um 1-1,5 stig á Richter og enginn hefur náð styrk kippanna sem urðu seint í gærkvöldi og snemma í morgun og voru í kringum 4 stig.

Samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar hafa um 30-40 skjálftar mælst á hverjum klukkutíma í dag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert