Verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Hveragerði átti fótum fjör að launa

mbl.is/Frikki

„Ég var stálheppinn að stórslasast ekki. Hér inni voru svona fimm manns og það er eiginlega kraftaverk að enginn skyldi slasast,“ segir Sævar Pétursson, verslunarstjóri í Vínbúðinni í Hveragerði.

Eins og skriða færi af stað

„Við bara rétt sluppum út. Þetta var ótrúlega snarpur skjálfti og mér fannst hann líka standa lengi yfir. Ég var að raða hér upp í hillur og það var eins og það færi skriða af stað. Ef mér hefði skrikað fótur hefði ég hreinlega grafist undir flöskunum og þá er bara alveg óvíst hvar ég væri í dag.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert