„Hefði átt að loka veginum"

Ísbjörninn
Ísbjörninn mbl.is/Kristján Örn

Egill Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, er afar ósáttur við hvernig staðið var að málum í Þverárfjallsveg þar sem ísbjörn var felldur. Segir hann ámælisvert að lögregla hafi ekki lokað veginum því fjöldi fólks kom á staðinn. Að sögn Egils hefði verið hægt að koma í veg fyrir drápið.

Egill segist hafa komið á staðinn en þá var búið að fella ísbjörninn. Hann segir það rangt að ekki sé til deyfilyf í landinu, líkt og umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði í samtali við mbl.is. „Ég er meira að segja með deyfilyf í bílnum hjá mér og það er til deyfibyssa hjá dýralækninum á Egilsstöðum. Ef hún hefði verið send með flugi þá hefði byssan verið komin á staðinn eftir klukkustund," segir Egill í samtali við mbl.is.

Egill segir að ekki hafi verið vandasamt að útbúa gildru þar sem hægt hefði verið að lokka dýrið inn í. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið með byssuna með sér þá hefði verið hægt að setja deyfilyfið í æti enda ísbjörninn að öllum líkindum svangur. 

En það sem Egill er ósáttastur við er að ekkert hafi verið gert til þess að loka fyrir umferð þar sem á milli 50-60 manns hafi verið komnir á staðinn að fylgjast með. Segir hann að lögregla hafi ekki haft mikið val þegar svo var komið þegar ísbjörninn kom æðandi niður hlíðina. Það hefði hins vegar verið hægt að henda æti að honum og reyna að lokka hann í gildru eða búr. „Ég er því ósáttur við að ekki var reynt frá byrjun að ná honum lifandi og það hefði átt að loka veginum," segir Egill.

Ísbirnir á Íslandi

Ísbirnir/hvítabirnir koma oft við íslenzka sögu að fornu og nýju og þá tíðar með kólnun á síðmiðöldum og allt fram yfir aldamótin 1900. Elzta frásögnin er frá um 890, þegar Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, sá birnu með tvo húna og varð þá til örnefnið Húnavatn í Austur-Húnavatnssýslu. Í Landnámabók segir m.a. frá Arngeiri landnámsmanni sem nam alla Melrakkasléttu milli Hávarlóns og Sveinungsvíkur. Hann bjó í Hraunhöfn. Hann fór að heiman að leita fjár og Þorgils sonur hans með honum. Þeir komu ekki aftur. Hinn sonurinn, Oddur, fór að leita og fann þá báða dauða eftir hvítabjörn, sem hann felldi. Færði Oddur skrokkinn heim og kallaðist hefna föður síns, er hann drap björninn, og bróður síns, er hann át hann. Oddur var síðan illur og ódæll við að eiga.

Hvítabirnir hafa flækzt til Íslands með hafís og geyma Íslendingasögur og annálar frásagnir þar um. Á 14. og 15. öld voru nokkrir Íslendingar gerðir að riddurum og tóku tveir þeirra hvítabjörninn í skjaldarmerki sitt; Torfi Arason og Björn ríki Þorleifsson. Í heimildum er getið um tæplega 250 hvítabjarnakomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum. Mesti ísbjarnavetur, sem sögur fara af, var hafísveturinn 1880-81, þegar 63 dýr gengu á land, en frostaveturinn 1917-18 voru þau 27. Í fornöld voru hvítabirnir stundum tamdir og þóttu konungsgersemi. Þegar Íslendingar hættu að temja hvítabirni til gjafa voru skinnin seld dýrum dómum. Danakonungur tók sér einkarétt til bjarnarfelda og fram undir aldamótin 1900 voru öll bjarndýraskinn, sem til féllu á Íslandi, send landfógeta, sem keypti þau fyrir konung.

Síðasta Íslandsheimsókn hvítabjarnar var 1993, þegar sjómenn sigldu fram á dýr á sundi norður af Horni, hífðu það um borð og hengdu. Það er nú á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík og næsta dýr þar á undan var fellt í Fljótum í Skagafirði og er á Náttúrugripasafninu í Varmahlíð. Fleiri dýr eru til uppstoppuð og höfð til sýnis og stöku bjarnarfeldur prýðir íslenzk heimili..

Hvítabjörninn er í sýslumerkjum Húnvatnssýslna.

Hvítabjörninn er friðaður að íslenzkum lögum á landi, hafís og sundi, en fanga má hann lifandi og flytja þangað sem hann gerir ekki usla. Hann er þó réttdræpur, þegar hann ógnar lífi manna og skepna.

mbl.is

Innlent »

BSRB vill hátekjuskatt

13:52 Tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu sem voru kynntar í gær ganga ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formannaráðs BSRB. Meira »

Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

13:44 Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

13:43 „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%

12:55 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,7% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Miðflokkurinn mælist með 6,1% fylgi en flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,2% í kosningunum 2017. Meira »

Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

12:25 Hljóðið er þungt í fulltrúum þriggja flokka sem eru í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir borgarstjórnarfund gærdagsins. Þeir segja meirihlutann hafa borið fram breytingartillögu sem hafi verið annars eðlis en þeirra eigin tillaga. Fulltrúar flokkanna viku úr fundarsal í mótmælaskyni. Meira »

Fimm ára dómur í Shooters-máli

12:13 Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Annar maður sem var ákærður í málinu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm. Meira »

Vilja betri svör frá SA

12:12 Starfsgreinasambandið vill fá betri svör frá Samtökum atvinnulífsins á fundi sem verður haldinn síðar í dag heldur en á síðasta fundi þeirra. Þetta sagði Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, að loknum fundi viðræðunefndar í morgun. Meira »

„Það ríkir bölvuð vetrartíð“

12:07 „Hér hefur fengist þokkalegur afli en það er miklu minna af fiski en hefur verið um þetta leyti árs síðustu þrjú árin. Þá er fiskurinn dreifður og styggur. Það er ætisleysi á slóðinni og til dæmis lítið um spærling. Ætisleysið gerir það að verkum að það fiskast vel á línuna,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Til­lög­urn­ar af­skap­lega góðar“

11:54 „Mér finnst það sem búið er að gera til að stuðla að jöfnuði og bættum kjörum hafi fengið lítið vægi í umræðunni,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, vegna tillagna sem ríkisstjórnin lagði fram í gær sem innlegg í kjaraviðræður, og viðbrögð verkalýðsins við þeim Meira »

Kröfur SGS ítrekaðar á fundi með SA

11:36 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands mun eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins kl. 16 í dag. Á fundinum verða kröfur SGS ítrekaðar. Þetta er niðurstaða fundar SGS sem er nýlokið. Meira »

Fær ekki lögheimili skráð á Íslandi

11:00 Kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erna Reka fæddist á Íslandi í apríl 2017 en samkvæmt niðurstöðu dómsins fær hún ekki lögheimili skráð á Íslandi. Meira »

Skemmdarverk á Kvennaskólanum

10:24 „Mig grunar að þetta sé einhvers konar framhaldsskólahrekkur,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, en þegar nemendur mættu í skólann í morgun blasti við þeim skemmdarverk sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira »

Hyggst hafa samband við viðskiptavini

09:37 Bifreiðaumboðið BL hyggst hafa samband við alla viðskiptavini fyrirtækisins sem keypt hafa bifreiðar í gegnum það sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæli fjölda bifreiða sem hún voru í hennar eigu sem síðan voru seldar áfram. Meira »

„Shaken-baby“-máli vísað frá

09:33 Hæstiréttur hafnaði í morgun endurupptöku á svokölluðu „shaken-baby“-máli. Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sig­urðar Guðmunds­son­ar sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns á dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001, segir það miður að málið komist ekki til efnislegrar meðferðar. Meira »

Verkföll líkleg í mars

09:21 „Við höfum alltaf sagt það frá upphafi að það sem kæmi frá stjórnvöldum væri lykillinn að því að við gætum náð saman kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Líst ekki vel á framhaldið

09:18 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands situr á fundi í húsnæði ASÍ þar sem farið er yfir næstu skref eftir að ríkisstjórnin kynnti skattabreytingatillögur sínar í gær. Meira »

Íslendingi bjargað á Table-fjalli

08:50 Íslenskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni og tóku björgunaraðgerðirnar 13 klukkustundir. Ungur Íslendingur lést í fjallinu fyrir tveimur árum. Meira »

Frekari breytingar ekki í boði

08:35 „Þetta er það svigrúm sem við höfum samkvæmt fjármálaáætlun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun spurð hvort tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum til þess að liðka fyrir kjarasamningum sem kynntar voru í gær væru lokatilboð stjórnvalda. Meira »

Heimkoma Tryggva áætluð í haust

08:18 Löng bið Tryggva Ingólfssonar, sem beðið hefur á lungnadeild Landspítalans frá 28. mars 2018 eftir að komast á heimili sitt á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli gæti tekið enda 1. september nk. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...