„Hefði átt að loka veginum"

Ísbjörninn
Ísbjörninn mbl.is/Kristján Örn

Egill Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, er afar ósáttur við hvernig staðið var að málum í Þverárfjallsveg þar sem ísbjörn var felldur. Segir hann ámælisvert að lögregla hafi ekki lokað veginum því fjöldi fólks kom á staðinn. Að sögn Egils hefði verið hægt að koma í veg fyrir drápið.

Egill segist hafa komið á staðinn en þá var búið að fella ísbjörninn. Hann segir það rangt að ekki sé til deyfilyf í landinu, líkt og umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði í samtali við mbl.is. „Ég er meira að segja með deyfilyf í bílnum hjá mér og það er til deyfibyssa hjá dýralækninum á Egilsstöðum. Ef hún hefði verið send með flugi þá hefði byssan verið komin á staðinn eftir klukkustund," segir Egill í samtali við mbl.is.

Egill segir að ekki hafi verið vandasamt að útbúa gildru þar sem hægt hefði verið að lokka dýrið inn í. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið með byssuna með sér þá hefði verið hægt að setja deyfilyfið í æti enda ísbjörninn að öllum líkindum svangur. 

En það sem Egill er ósáttastur við er að ekkert hafi verið gert til þess að loka fyrir umferð þar sem á milli 50-60 manns hafi verið komnir á staðinn að fylgjast með. Segir hann að lögregla hafi ekki haft mikið val þegar svo var komið þegar ísbjörninn kom æðandi niður hlíðina. Það hefði hins vegar verið hægt að henda æti að honum og reyna að lokka hann í gildru eða búr. „Ég er því ósáttur við að ekki var reynt frá byrjun að ná honum lifandi og það hefði átt að loka veginum," segir Egill.

Ísbirnir á Íslandi

Ísbirnir/hvítabirnir koma oft við íslenzka sögu að fornu og nýju og þá tíðar með kólnun á síðmiðöldum og allt fram yfir aldamótin 1900. Elzta frásögnin er frá um 890, þegar Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, sá birnu með tvo húna og varð þá til örnefnið Húnavatn í Austur-Húnavatnssýslu. Í Landnámabók segir m.a. frá Arngeiri landnámsmanni sem nam alla Melrakkasléttu milli Hávarlóns og Sveinungsvíkur. Hann bjó í Hraunhöfn. Hann fór að heiman að leita fjár og Þorgils sonur hans með honum. Þeir komu ekki aftur. Hinn sonurinn, Oddur, fór að leita og fann þá báða dauða eftir hvítabjörn, sem hann felldi. Færði Oddur skrokkinn heim og kallaðist hefna föður síns, er hann drap björninn, og bróður síns, er hann át hann. Oddur var síðan illur og ódæll við að eiga.

Hvítabirnir hafa flækzt til Íslands með hafís og geyma Íslendingasögur og annálar frásagnir þar um. Á 14. og 15. öld voru nokkrir Íslendingar gerðir að riddurum og tóku tveir þeirra hvítabjörninn í skjaldarmerki sitt; Torfi Arason og Björn ríki Þorleifsson. Í heimildum er getið um tæplega 250 hvítabjarnakomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum. Mesti ísbjarnavetur, sem sögur fara af, var hafísveturinn 1880-81, þegar 63 dýr gengu á land, en frostaveturinn 1917-18 voru þau 27. Í fornöld voru hvítabirnir stundum tamdir og þóttu konungsgersemi. Þegar Íslendingar hættu að temja hvítabirni til gjafa voru skinnin seld dýrum dómum. Danakonungur tók sér einkarétt til bjarnarfelda og fram undir aldamótin 1900 voru öll bjarndýraskinn, sem til féllu á Íslandi, send landfógeta, sem keypti þau fyrir konung.

Síðasta Íslandsheimsókn hvítabjarnar var 1993, þegar sjómenn sigldu fram á dýr á sundi norður af Horni, hífðu það um borð og hengdu. Það er nú á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík og næsta dýr þar á undan var fellt í Fljótum í Skagafirði og er á Náttúrugripasafninu í Varmahlíð. Fleiri dýr eru til uppstoppuð og höfð til sýnis og stöku bjarnarfeldur prýðir íslenzk heimili..

Hvítabjörninn er í sýslumerkjum Húnvatnssýslna.

Hvítabjörninn er friðaður að íslenzkum lögum á landi, hafís og sundi, en fanga má hann lifandi og flytja þangað sem hann gerir ekki usla. Hann er þó réttdræpur, þegar hann ógnar lífi manna og skepna.

mbl.is

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...