Svifryk vegna sandroks

Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag.
Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. mbl.is/RAX

Sandur berst nú með austlægum áttum yfir höfuðborgarsvæðið og hefur svifryk því mælst yfir heilsuverndarmörkum í dag. Meðaltalsstyrkur svifryks  frá miðnætti í dag er 120 míkrógrömm á rúmmetra.

Að sögn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar spáir Veðurstofan svipuðu veðri í kvöld og á morgun og megi því búast við að svifryk mælist áfram yfir mörkum. Ryk berst af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í grennd við borgina. Fínustu agnir þessa ryks valda þeim óþægindum, sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma.

mbl.is

Bloggað um fréttina