Fundur fyrir íbúa af erlendum uppruna

Boðað hefur verið til íbúafundar síðdegis á morgun fyrir þá íbúa á jarðskjálftasvæðinu, sem eru af erlendum uppruna. Fundurinn verður haldinn í Vallaskóla, Sólvöllum, á Selfossi.

Á fundinum munu verða túlkar sem túlka á pólsku, ensku og litháísku. Eru atvinnurekendur hvattir til að láta boð um fundinn berast á meðal starfsmanna sem ekki tala íslensku. 

mbl.is