Íbúafundur í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðis boðar til íbúafundar vegna jarðskjálftanna  í kvöld klukkan 20 á Hótel Örk. Á fundinn munu mæta meðal annars fulltrúar frá sveitarfélaginu, almannavarnardeild, Rauða krossinum, Heilbrigðisstofnun, Viðlagatryggingu og frá Jarðskjálftamiðstöðinni.

Rætt verður um stöðu mála og það sem framundan er.

mbl.is