Á hraðleið í háskóla

Elín Sigurðardóttir og Braga Stefaný Mileris
Elín Sigurðardóttir og Braga Stefaný Mileris mbl.is/hag

Eftir að Menntaskólinn Hraðbraut, sem býður nemendum upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs, tók til starfa hefur það færst í aukana að fólk sem ekki hefur náð tvítugsaldri hefji nám við háskólana í landinu. Það gerist þó eflaust ekki oft að 17 ára unglingar setjist á háskólabekk en sú verður raunin í haust þegar þær Elín Sigurðardóttir og Braga Stefaný Mileris hefja nám í Háskóla Íslands.

Báðar voru þær færðar upp um bekk í grunnskóla og mun tveggja ára framhaldsskólagöngu þeirra ljúka formlega með útskrift 12. júlí nk. Þær verða því þremur árum yngri en flestir nýstúdentarnir sem hefja munu nám við háskólana í haust.

Mannfræði og verkfræði

Þær halda þó í ólíkar áttir þegar í Háskólann kemur. „Ég ætla í Háskólann í mannfræði, svo ætla ég í háskólaskiptinám,“ segir Braga. „Eftir mannfræðina mun ég eflaust taka mér ársfrí og ferðast um heiminn.“ Áhugi Elínar liggur hins vegar á sviði raunvísindanna. „Ég ætla í rafmagnsverkfræðina í haust og ætla að reyna að taka eðlisfræði samhliða því. Ég ætla að sjá hvernig þetta er og ef þetta gengur ekki vel ætla ég að hætta og fara að ferðast.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »