Landbúnaðarháskólinn: Skemmdur eftir skjálftana

Guðríður Helgadóttir
Guðríður Helgadóttir

Eitt af húsum starfsstöðvar Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi er illa sprungið eftir skjálftahrinuna, að sögn Guðríðar Helgadóttur staðarhaldara. Ákveðið hefur verið að leyfa ekki starfsemi í húsinu þar til ástand þess hefur verið metið betur. Þá er bananahúsið, sem hýsir bananaplöntur skólans, illa farið en önnur hús virðast hafa sloppið. Býst Guðríður ekki við að þetta hafi áhrif á skólahald í vetur en óvíst sé með áhrifin á aðra starfsemi.

mbl.is