Eftirskjálftar halda áfram

Mökk lagði af Ingólfsfjalli þegar skjálftinn stóri reið yfir í …
Mökk lagði af Ingólfsfjalli þegar skjálftinn stóri reið yfir í síðustu viku. mynd/Bjarni Hákonarson

Jarðskjálfti, sem mældist 3,1 stig á Richter, varð um klukkan hálf tvö í nótt og voru upptökin um 9,6 km suður af Hveragerði. Annar jafn stór skjálfti varð í gærkvöldi laust fyrir klukkan 22 og voru upptökin um 5 km austur af Hveragerði eða undir Ingólfsfjalli samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista Veðurstofunnar.

Á fimmta hundrað skjálftar hafa mælst í Ölfusi og Flóa síðustu tvo sólarhringana en þeir eru langflestir undir 2 stig á Richter.  Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur skjálftavirknin  aukist lítillega síðustu klukkutímana. Á annan tug smáskjálfta hafa mælst um 6-7 km austur af Selfossi síðan klukkan 18 í gær. Þeir stærstu hafa verið um 2 að stærð.

Veðurstofan segir, að ekki sé um verulega breytingu á skjálftavirkni að ræða, en líkur á að stærri skjálfti geti orðið hafi aukist örlítið. Áfram verður fylgst með virkninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert