Erfiðara að selja fiskinn

„Það eru vissulega blikur á lofti. Síðastliðin tvö ár hefur verið mikill uppgangur í sölu fiskafurða, en eftirspurnin hefur minnkað og nú þurfum við að hafa fyrir hverri einustu sölu. Á sama tíma og verðið er á niðurleið eru birgðir byrjaðar að safnast upp, en það hefur ekki gerst í nokkuð mörg ár,“ segir Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icefresh Seafood í Bretlandi, þegar hann er spurður hvernig gangi að selja bolfisktegundir á borð við þorsk og ýsu á mörkuðum erlendis.

Að sögn Gústafs hefur róðurinn þyngst töluvert í sölu á íslenskum fiski. Það skýrist einna helst af því að íslenski fiskurinn sé í dýrari kantinum þar sem um góða vöru sé að ræða. Tekur hann fram að ástandið nú haldist í hendur við þær efnahagslegu þrengingar sem þjóðir heims standi frammi fyrir.

Spurður hvernig menn hyggist bregðast við segir Gústaf mikilvægt að halda ró sinni og vinna áfram í góðu sambandi við þann viðskiptahóp sem byggður hafi verið upp á síðustu árum, enda taki öll markaðssetning sinn tíma og því mikilvægt að halda sjó þegar á móti blási.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »