Þingmenn vilja fund vegna jarðskjálfta

Útihúsið að Krossi í Ölfusi, sem fór illa í jarðskjálftanum.
Útihúsið að Krossi í Ölfusi, sem fór illa í jarðskjálftanum. mbl.is/Guðmundur Karl

Þingmenn Framsóknarflokksins  í Suðurkjördæmi hafa óskað formlega eftir því við  Árna M. Mathiesen, fyrsta þingmann kjördæmisins, að hann boði alþingismenn Suðurkjördæmis til fundar vegna nýafstaðinna jarðskjálfta.

Í bréfinu, sem þeir Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson skrifa undir, er óskað eftir því að  boðaðir verði á fundinn fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem harðast urðu úti í skjálftunum, forystumenn SASS, Viðlagatryggingar Íslands, Almannavarna á svæðinu og þar verði farið yfir afleiðingar jarðskjálftanna og staða mála rædd með heimamönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina