Kippirnir hafa enn áhrif

Úr verslun Nóatúns á Selfossi
Úr verslun Nóatúns á Selfossi

„Það hefur dregið úr heimsóknum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri Rauða krossins yfir þjónustumiðstöðvum vegna Suðurlandsskjálftanna. Komufjöldi hafi sveiflast eftir dögum og mismunandi eftir stöðum.

„Um helgina var álagið meira í Hveragerði og minna á Selfossi, í gær [á mánudag] snerist þetta við. Þá var meira á Selfossi og minna í Hveragerði. Ekki er vitað af hverju þetta stafar, en það virtist vera að skjálftakippirnir undanfarið hefðu áhrif,“ segir Ólafur Örn.

Innan við fimmtán manns koma nú á hverja stöð daglega og þar af eru innan við tíu sem koma í áfallahjálp. Ólafur segir aðstoðina verða til staðar áfram, þótt með tíð og tíma flytjist áfallahjálpin til heilsugæslunnar á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »