Hvítabjörninn rannsakaður

Ekkert kjöt fannst í magainnihaldi hvítabjarnarins sem skotinn var við Þverárfjallsveg í síðustu viku en að sögn Þorsteins Sæmundssonar forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands Vestra var mikið magn af plöntuleifum í maga bjarnarins.

Björninn er nú á leið til Reykjavíkur þar sem beinin verða hreinsuð og þeim komið fyrir í safni Náttúrufræðistofnun Íslands. Kjötinu verður fargað en feldurinn verður settur upp af uppstoppara og mun dýrið verða hýst í húsakynnum Náttúrustofu Norðurlands Vestra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert