Mun meira tjón í jarðskjálftanum en árið 2000: 3,5 milljarðar minnst

Mikið tjón varð á innbúi á jarðskjálftasvæðinu.
Mikið tjón varð á innbúi á jarðskjálftasvæðinu. mbl.is/Frikki

Greiddar tjónabætur Viðlagatryggingar eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000 námu 2,5 milljörðum. Á ferð fjárlaganefndar Alþingis um Suðurland í vikunni upplýstu sunnlenskir sveitarstjórnarmenn að tjónið af jarðskjálftanum nú sé mun meira og nemi trúlega 3 til 3,5 milljörðum.

Ásgeir Ásgeirsson, forstjóri Viðlagatryggingar, segir þetta ekki fráleitt þótt hann viti það ekki. „Ég myndi ætla að það væri að minnsta kosti mánuður í að hægt verði að gefa upp eitthvað sem hægt er að standa við. Endanleg tala mun ráðast mjög af fjölda smærri tjóna á húseignum. Þær skemmdir hafa menn jafnvel ekki uppgötvað, hvað þá tilkynnt,“ segir Ásgeir.

Mikilvægast sé þó að Viðlagatrygging geti örugglega bætt tjónið. Tugir starfsfólks vinna nú tjónamat á húsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert