Þjórsárbrúin verðlaunuð

Unnið að gerð Þjórsárbrúar hinnar nýju.
Unnið að gerð Þjórsárbrúar hinnar nýju. Mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Nýja Þjórsárbrúin gerði sér lítið fyrir og sló út sjálfa Eyrarsundsbrúna og fleiri norræn stórverkefni í brúarsmíði og jarðgangagerð í samkeppni Norræna vegasambandsins, NVF.

Fjórða hvert ár heldur NVF stóra ráðstefnu um allt  sem viðkemur vegagerð. Meðlimir sambandsins eru vegagerðir norrænu ríkjanna, sveitarfélög og aðrir sem að vegagerð koma.

Brúa- og jarðganganefnd NVF heldur svo samkeppni í tengslum við ráðstefnuna þar sem hvert land getur tilnefnt tvö verkefni sem unnin hafa verið á síðustu átta árum þar á undan. Þjórsárbrúin var tilnefnd af Íslands hálfu, en Danir tilnefndu Eyrarsundsbrúna, Finnar Tervalabrúna og Svíar Gautaborgargöngin svo dæmi séu tekin.

Það eru meðlimir nefndarinnar sem meta verkefnin.  Málið snýst ekki um að velja lengstu eða hæstu eða stærstu verkin heldur verk sem eru áleitin í verkfræðilegum skilningi. Og sérfræðingarnir í nefndinni völdu Þjórsárbrú.  

Formaður nefndarinnar, Lars Pettersson frá Skánska benti á að Þjórsárbrúin hefði orðið fyrir valinu meðal annars á þeim forsendum að hún hefði verið hönnuð með það að markmiði að þola stóra jarðskjálfta án þess að það kæmi niður á burðarþoli hennar eða útliti. Brúin hefði verið hönnuð til að falla inn í náttúruna, fjöldi nýrra byggingarlausna væri að finna í hönnuninni auk hugmyndaríkra lausna sem notaðar voru við smíði brúarinnar. Brúadeild Vegagerðarinnar hannaði brúna og það var Einar Hafliðason forstöðumaður hennar sem tók á móti viðurkenningunni. Henni fylgir forláta skjöldur sem komið verður fyrir á Þjórsárbrúnni. Einar kynnti brúarsmíðina, aðdraganda hennar, lausnir og framkvæmdina.

Ráðstefna NVF var að þessu sinni haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 9-11 júni og voru þátttakendur um 1200. Ísland tók í fyrsta skipti í 73 ára sögu sambandsins við stjórn þess en næsta ráðstefna verður haldin í Tónlistar- og ráðstefnuhöllinni í Reykjavík í júní 2012. 

Á ráðstefnunni fékk NVF einnig nýtt nafn. Nýtt merki sambandsins var afhjúpað en það var hannað af Hvíta húsinu. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri tók á ráðstefnunni við stjórninni úr höndum Jukka Hirvelä finnska
mbl.is

Bloggað um fréttina