Allt með kyrrum kjörum að Hrauni

Lögregla sér um gæslu á Skaga
Lögregla sér um gæslu á Skaga mbl.is/Skapti

Hvítabjörninn að Hrauni á Skaga hefur verið rólegur í nótt. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sagði í samtali við RÚV um klukkan 04:45 í nótt að björninn haldi sig enn í æðarvarpinu um 300 metra frá bænum og láti lítið fyrir sér fara. Hann hafi staðið upp öðru hvoru en lagst aftur niður jafnharðan. 

Hvasst er á Skaga, kalt og hráslagalegt verður. Mikil gæsla er á svæðinu. Skagavegur er lokaður og aðstoða björgunarsveitir við að halda veginum lokuðum. Stefán segir að fólk hafi verið mjög tillitsamt enda ekkert að sjá þaðan sem veginum er lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert