Beðið átekta að Hrauni

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörninn að Hrauni mbl.is/RAX

Hjalti J Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, segir að ísbjörninn liggi nú rólegur í æðarvarpinu að Hrauni á Skaga eftir að hafa farið á vapp fyrr í morgun. Segir hann að Danirnir komi væntanlega með búnaðinn sem þarf til að svæfa dýrið og fanga síðdegis í dag.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvort einn eða tveir sérfræðingar komi frá Danmörku en að minnsta kosti komi Carsten Grøndal, sem er sérfræðingur í föngun villtra dýr og deyfingu þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert