Þjóðhátíð sett á Austurvelli

Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar.
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar. mbl.is/G. Rúnar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður þjóðhátíðarnefndar, setti hátíðina á 64. þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölbreytt dagskrá er í boði í Reykjavík og um allt land í dag. Vel viðrar víða um land, léttskýjað sunnan- og vestanlands, en skýjað að mestu norðan- og austanlands og þurrt að kalla.

Eftir að Kjartan setti þjóðhátíðina setta söng karlakórinn Fóstbræður Yfir voru ættarlandi.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að  minnisvarða Jóns Sigurðssonar en þetta er í tólfta skiptið sem Ólafur Ragnar leggur blómsveiginn að minnisvarðanum.  Karlakórinn Fóstbræður söng að því loknu þjóðsönginn.

mbl.is