Eldsneytisverð hækkar

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Eldsneytisverð hækkaði í dag, og samkvæmt upplýsingum frá Olís, Skeljungi og N1 er algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu nú 173,40 krónur hjá öllum olíufélögunum. Lítrinn af díselolíu kostar víða 189,80 krónur í sjálfsafgreiðslu.

mbl.is