Ofhlaðinn trukkur?

Grunur leikur á að vöruflutningabíllinn sem valt við rætur Ártúnsbrekkunnar á Vesturlandsvegi skömmu eftir hádegi í dag hafi verið með of þungan farm.

Reiknað er með að tafir verði á umferðinni á þessum slóðum fram til klukkan sex á meðan unnið er að fjarlægja vegrið og farm bílsins en bíllinn var hlaðinn sorpböggum.

Að sögn lögreglunnar er ekki hægt að segja til um það hvort bílnum hafi verið ekið á of miklum hraða að svo stöddu. Rannsókn málsins stendur enn yfir.


mbl.is

Bloggað um fréttina