Fjörutíu birnir frá 1918

Fjörutíu hvítabjarna hefur orðið vart hér á landi frá 1918, að sögn Ævars Petersen, dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Komur hvítabjarna hafa verið tíðastar þar sem hafís hefur helst borið að landi. Útbreiðslan er mest frá Horni og norður og austur um að Hornafirði. Algengast er að hvítabirnir sjáist í hafísárum. Þannig sáust áberandi margir birnir á árunum 1881-82 og 1917-18. Engu að síður hafa hvítabirnir oft sést hér þótt ekki séu hafísár. Heimildir eru um tvo hvítabirni sem virðast vera undantekning frá reglunni, björn sem sást á Reykjanesi og annan á Snæfellsnesi.

Þórir Haraldsson, kennari við MA, hefur safnað sögum af hvítabjörnum. Hann sagði þess getið í annálum að hvítabirnir hefðu drepið förukonur og börn á 16. öld. Undir lok 19. aldar lenti maður á Vestfjörðum fullnærri hvítabirni, fékk sár og dó af blóðeitrun. Þórir sagði að oft hefði litlu mátt muna að birnir sködduðu menn. „Birnir drepa ekki nafna sína samkvæmt gamalli þjóðtrú. Þar sem hvítabjarna var helst von voru óvenju margir karlar og piltar sem hétu Björn og Bjarni. Það var verndarráðstöfun,“ sagði Þórir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »