Lundavarpið fyrr í ár en í fyrra

Lundavarpið er fyrr á ferðinni í ár
Lundavarpið er fyrr á ferðinni í ár mbl.is/Ómar

Lundavarp í Vestmannaeyjum er nú um tíu dögum seinna á ferðinni en í meðalári en samt tíu dögum fyrr á ferðinni en það var í fyrra, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Hefðbundinn varptími lunda er í kringum 20. maí. Athuganir með holumyndavél virðast gefa til kynna að varpið fari svipað af stað nú og í fyrra, þegar varp var í um 40% lundaholna sem skoðaðar voru með vélinni. Erp grunar að lundinn hafi í einhverjum tilvikum hætt við varp, ef til vill vegna ætisskorts. Í fyrra drapst mjög mikið af lundapysjum áður en þær komust á legg, líkast til vegna ætisskorts. Talið er að þá hafi aðeins um 6% lundapara í Eyjum komið upp ungum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert