Engir hvítabirnir sjáanlegir

Hraun á Skaga er nú bjarndýrslaust.
Hraun á Skaga er nú bjarndýrslaust. mbl.is/RAX

„Þeir eru búnir að kemba svæðið frá Aðalvík, fyrir Hornstrandir og út að Sauðárkróki og hvergi var hvítt bangsaskott að sjá," sagði aðalvarðstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór með landvörð í eftirlitsflug í leit að hvítabjörnum í dag.

„Það eina sem þeir sáu var ljós hestur úti á Skagatá en það kann að hafa verið grín," sagði aðalvarðstjórinn og vísaði þar til hóffaranna á Hveravöllum sem á tíma var talið að væru spor eftir hvítabjörn.

Ásamt Landhelgisgæslunni var það Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands sem stóðu saman að þessu eftirlitsflugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina