Hvítabjörn á Skaga?

Ísbjörninn sem drepinn var á Skaga í síðustu viku.
Ísbjörninn sem drepinn var á Skaga í síðustu viku. mbl.is/RAX

Í gærkvöldi barst lögreglunni á Sauðárkróki tilkynning frá fólki, sem var á göngu við Bjarnarvötn á Skaga, um að það hefði hugsanlega séð ísbjörn við Bjarnarfell. Sá fólkið tilsýndar hvítt dýr sem hreyfði sig þunglamalega. Fólkið náði ljósmyndum af dýrinu, en þær munu þó vera nokkuð óskýrar.

Eftir skoðun myndanna og viðræður við fólkið, sem lögregla telur trúverðugt, var ákveðið að leita svæðið úr lofti. Var notast við tvær flugvélar í nótt við leitina, en þoka gerði þó leitarmönnum erfitt fyrir.

Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem halda mun leitinni áfram. Vill lögreglan beina því til vegfaranda á þessu svæði að sýna aðgát, og hvetur hún fólk til þess að vera ekki á ferð á þessum slóðum að óþörfu.

Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, er mjög erfitt að greina á myndunum hvort um ísbjörn er að ræða enda teknar úr mikilli fjarlægð á litla vél. En ljóst er að eitthvað er í hlíðinni.

Stefán Vagn segir í samtali vð mbl.is að einungis sé leitað úr lofti en ekki landi. Engin staðfesting sé hins vegar komin á að um ísbjörn sé að ræða en í ljósi atburða síðustu vikna er full ástæða til þess að kanna málið frekar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert