Þynnri ís þýðir fleiri komur hvítabjarna

þessari nýlegu mynd Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) má sjá hafísinn austur …
þessari nýlegu mynd Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) má sjá hafísinn austur af Grænlandi.

Eftir því sem vægi þunns íss eykst á kostnað þykkari hafíss á austurströnd Grænlands, þeim mun meiri líkur eru á að hvítabirnir hætti sér of langt frá landi og berist með þynnri ís með vindáttum til Íslands. Þetta er kjarninn í kenningu Þórs Jakobssonar veðurfræðings, sem hefur í áraraðir fylgst með hafís.

Þór setur kenningu sína í samhengi við komur hvítabjarnanna.

„Það er það sem ég er að giska á að hafi hent hvítabirnina sem hingað komu núna að þeir hafi verið á ísbreiðu sem hafi síðan slitnað frá meginísjaðrinum austur af strönd Grænlands,“ segir Þór.

Ísinn á norðuríshafi hefur hopað hratt á undanförnum árum og því jafnvel verið spáð að þar verði enginn sumarís eftir fimm til tíu ár.

Spurður um þátt hopsins í breytingum á þykkt hafíssins austur af Grænlandi segir Þór að útlit sé fyrir að það valdi því að minna berist af þykkum ís frá norðri í gegnum Framsund við Spitzbergen (Svalbarða) til norðausturstrandar Grænlands. Um væri að ræða svokallaðan fjölæran ís sem er margra ára gamall og nokkurra metra þykkur. Sá ís sé jafnan mun þykkari en einæri ísinn sem er eins árs. Nú sé hlutfallslega mun meira af einærum ís austur af Grænlandi, sem skipti miklu máli í því ljósi að hann bráðni yfir sumarmánuðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert