SVÞ hvetja stjórnvöld til að undirbúa viðræður um aðild að ESB

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Samtök verslunar og þjónustu hvetja íslensk stjórnvöld til að lýsa því yfir vilja til að undirbúa viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Á sama tíma fari fram ítarlegar, hlutlausar og fordómalausar umræður á opinberum vettvangi um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu, að því er segir í tilkynningu frá SVÞ.

Stjórnvöld kalli til samstarfs fulltrúa atvinnulífsins og aðra hagsmunaðila í því skyni að fjalla um hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að aðild að Evrópusambandinu teljist fýsilegur kostur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert