Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar

Kerið Grímsnesi
Kerið Grímsnesi mbl.is/ÞÖK

Kerfélagið ehf. sem er eigandi Kersins í Grímsnesi hefur ákveðið að takmarka aðgang að Kerinu við umferð almennings en stöðva skipulagðar hópferðir rútubíla. Ástæða þessarar ákvörðunar er sú að mikil ásókn á undanförnum árum hefur valdið náttúruspjöllum við Kerið sem nauðsynlegt er að sporna við áður en í meira óefni er komið.

 
Langstærsti hluti  ferðamanna kemur í hópferðum sem rútufyrirtækin bjóða gegn gjaldi og  því réttast að takmarka þær en veita almenningi í einkaferðum áfram óheftan og ókeypis aðgang að Kerinu eins og verið hefur, að því er segir í tilkynningu frá Kerfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina