Vargur kemst í útilistaverk í Eyjafjarðarsveit

Ökumönnum sem hafa átt leið inn í Eyjafjarðarsveit í júní hefur verið starsýnt á fjölda útilistaverka sem hefur verið komið fyrir meðfram veginum. Um er að ræða 40 verk eftir 200 listamenn. Eða réttara sagt 39 verk miðað við nýjustu tíðindi.

Eitt verkanna, verkið Athvarf fyrir flækingsfugla, varð nefnilega fyrir barðinu á skemmdarvargi og hefur verið rifið niður.

Áslaug Thorlacius listamaður var höfundur verksins, en í því fólst að glerflöskum og fernum hafði verið komið fyrir í lofttæmdum umbúðum á tveimur spennustaurum í sveitinni. Verkið var í nánd við sveitarstjórnarskrifstofuna. Fyrst voru flöskurnar fjarlægðar og svo fernurnar.

„Fyrri aðförin var ekki beint skemmdarverk,“ segir Áslaug. Í því tilviki hefur einhver getað nýtt sér flöskurnar og selt og fengið jafnvel 1500-2000 krónur, og þannig náð að auðgast á þessu.“ Seinni aðförin er hins vegar hreinræktað skemmdarverk, því þá var búið að rífa niður fernurnar og henda í nærliggjandi runna.

„Mér finnst þetta virðingarleysi. Þótt verkið sé ekki gert úr gulli eða bronsi, þá lá heilmikil vinna á bakvið þetta. Ég gerði mér ferð til að setja upp verkið og hafði safnað saman í það í nokkra mánuði."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert