Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn

Samfylkingin fengi átta fulltrúa og meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosningar færu fram nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ vann dagana 2.-22. júní fyrir Samfylkinguna. Fylgi Samfylkingar mælist 48,2%, en fylgi Sjálfstæðisflokks 29,2%, sem myndi skila flokknum fimm fulltrúum. VG fengi 17% fylgi og tvo fulltrúa.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði í maí fékk Samfylkingin 45% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 27%.

Af þeim sem tóku afstöðu vildu 53,7% fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, en 26,8% vildu fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem tók við sem oddviti Sjálfstæðisflokksins þegar framkvæmd könnunarinnar var hálfnuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert