Samningur í höfn

Skrifað var undir samkomulag flugumferðarstjóra og Flugstoða hjá Ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í morgun, eftir að fundur hafði staðið í sólarhring samfleytt. Felur samningurinn m.a. í sér 4,75% launahækkun strax.

Báðir deiluaðilar kváðust sáttir við  niðurstöðuna. Samningurinn gildir til 31.október 2009 og felur í sér samtals um 11% hækkun.

Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, sagði að allt flug myndi væntanlega komast strax í rétt horf, eða fljótlega, en flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu klukkan sjö í morgun, og átti stöðvunin að gilda til ellefu.

Fulltrúi þeirra, Loftur Jóhannsson, sagði samninginn fela í sér 4,75% launahækkun við undirskrift, og þriggja prósenta hækkun í febrúar. Einnig væri í honum ákvæði um kennsluálag, sem væri ætlað að leiða til fjölgunar í stéttinni til að draga mætti úr yfirvinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert